Liverpool
Liverpool er eitt sigursælasta lið Englands, stofnað árið 1892. Heimsókn á Anfield líður engum úr minni enda óvíða meiri stemning en þar. Anfield tekur nú 54.000 áhorfendur.
Manchester United
Manchester United er eitt sigursælasta félag enskrar knattspyrnu. Félagið var stofnað árið 1878. Heimavöllur United, Old Trafford, tekur 75.600 áhorfendur.
Arsenal
Arsenal rekur sögu sína aftur til ársins 1886. Ekkert lið hefur oftar unnið ensku bikarkeppnina. Heimavöllur liðsins, Emirates Stadium, tekur 60.000 manns í sæti.
Chelsea
Chelsea var stofnað árið 1905 en gullskeið félagsins rann ekki upp fyrr en 100 árum síðar. Stamford Bridge, heimavöllur Chelsea, tekur 41.600 manns í sæti og hefur reynst aðkomuliðum erfið gryfja.
Tottenham
Tottenham Hotspur kvaddi White Hart Lane haustið 2017 og leikur nú heimaleiki sína á nýjum og stórglæsilegum leikvangi, Tottenham Hotspur Stadium, sem tekur 62.000 manns í sæti.
Premierferðir
Fótbolti er okkar hjartans mál. Við leggjum höfuðáherslu á að selja hóp- og pakkaferðir og aðgöngumiða á leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugið að framboð aðgöngumiða utan hóp- og pakkaferða er takmarkað.
Skipuleggjum ferðir fyrir stóra sem smáa hópa í samræmi við óskir hvers og eins.
Umsagnir
Ummæli fólks sem hefur farið í hóp- eða pakkaferðir með Premierferðum
Fórum fjölskyldan á leik West Ham-Arsenal þann 1.mai sl. Mínir menn töpuðu reyndar, en ferðin var fín. Góð staðsetning á hótelinu og allar upplýsingar frá Premierferðum stóðust! Takk fyrir okkur 😀


maí 3, 2022
Vorum að koma úr vel heppnaðri ferð á leik Manchester og Chelsea. Þökkum Premierferðum (Helgu og Sigga) fyrir þeirra milligöngu.


maí 3, 2022
Eftir margra ára hugmyndir um að fara til Liverpool á leik þá létum við loksins verða af því. Það hafði alltaf vaxið okkur í augum að finna miða og láta af þessu verða. Þangað til við römbuðum á Premier ferðir. Þar var allt upp á punkt og prik og vel að öllu staðið, sætin frábær og aðstaðan öll til fyrirmyndar. Ekki skemmdi fyrir að forsvarsmenn Premier ferða komu líka á leikinn og heilsuðu viðskiptavinum sínum. Algjörlega fullkomin þjóustulund. Takk fyrir okkur.


febrúar 13, 2022
Við fjölskyldan vorum að koma frá Liverpool með Premierferðum. Það er skemmst frá því að segja að við erum alsæl. Allt gekk frábærlega og var mjög skemmtilegt. Liverpool er skemmtilegri borg en við héldum. Leikurinn var frábær og sætin sem við fengum mjög góð. Mæli með ferð með Premierferðum👍🏻


febrúar 11, 2022
Hafðu samband
Finnurðu ekki leikinn sem þú leitar að? Við getum sett saman pakkaferðir á leiki flestra liða í Premier League og útvegað miða hjá flestum stærri liðum á Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi.
Brot af úrvalinu
Barclays PL