Liverpool
Liverpool er eitt sigursælasta lið Englands, stofnað árið 1892. Heimsókn á Anfield líður engum úr minni enda óvíða meiri stemning en þar. Anfield tekur nú 61.000 áhorfendur.
Manchester United
Manchester United er eitt sigursælasta félag enskrar knattspyrnu. Félagið var stofnað árið 1878. Heimavöllur United, Old Trafford, tekur 75.600 áhorfendur.
Arsenal
Arsenal rekur sögu sína aftur til ársins 1886. Ekkert lið hefur oftar unnið ensku bikarkeppnina. Heimavöllur liðsins, Emirates Stadium, tekur 60.000 manns í sæti.
Premierferðir
Fótbolti er okkar hjartans mál. Við leggjum höfuðáherslu á að selja hóp- og pakkaferðir og aðgöngumiða á leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugið að framboð aðgöngumiða utan hóp- og pakkaferða er takmarkað.
Skipuleggjum ferðir fyrir stóra sem smáa hópa í samræmi við óskir hvers og eins.
Umsagnir
Ummæli fólks sem hefur farið í hóp- eða pakkaferðir með Premierferðum
Takk kærlega fyrir frábæra ferð,þetta var allt svo skemmtilegt og mikil upplifun við eigum örugglega eftir að koma aftur


mars 30, 2023
Hjartans💞 þakkir fyrir frábæra og skemmtilega ferð í alla staði. Sigurður er umhyggjusamur og stundvís fararstjóri og allt uppá 10 hjá honum. Jón Ólafsson klikkar " náttla " aldrei....algjört yndi. 🥳


mars 29, 2023
Ég fór með Premier ferðum til Liverpool til að sjá Jón Ólafsson leika Bítlalög að fingrum fram í Cavern club. Ferðin var vel skipulögð og hópurinn var í góðum höndum með tryggri fararstjórn Sigurðar Sverrissonar. Dagskráin alveg hæfilega þétt og bauð uppá sveigjanleika til móts við þarfir hvers og eins í hópnum.


mars 28, 2023
Frábær ferð í Bítlaborgina, Siggi Sverris í fararstjórninni og Jón Ólafs með tónleika á Cavern Club. Báðir toppmenn í sínu fagi. Þetta var sannarlega ógleymanleg ferð !😉
Takk fyrir mig Premierferðir 👏😘

desember 9, 2022
Fórum í Bítlaferðina til Liverpool um síðustu helgi og þar tók á móti okkur Siggi Sverris sem var fararstjóri, það stóð allt sem hann sagði og var mjög gott að leita til hans😊leiðsögumenn sem voru bæði með gönguna voru og rútu ferðina voru alveg upp á 10. Frábær ferð í alla staði og takk fyrir okkur🤩kveðja Þórunn og Jón Newman. PS.Jón Ólafsson er snillingur🤗


desember 7, 2022
Við vorum að koma í gær úr frábæri ferð með preminuferðum til bítlaborgarinnar liverpool og allt vel skipulagt og haldið utan um alla þætti ferðarinnar .
Við vildum ekki missa af neinu úr þessari ferð og tónleikar jóns Ólafssonar stóð upp úr .
Við vorum búinn að koma 2 skipti á þessu ári til liverpool fyrra skiptið var ferð á tónleika á Anfield með rolling stones .
Liverpool er frábær borg og gott að koma til og þægilegt að koma beint á john lennon flugvöll og ekki miklar biðraðir þar .
Eins var gott að fljúga með play 😀
Við Fjóla þökkum fyrir okkur
Kveðja héðan af Akranesi


desember 6, 2022
Ég var að koma úr "Pílagrímaferð" á The Beatles slóðir í Liverpool á vegum Premier ferða. Liverpool er miklu fallegri borg en ég bjóst við, en þó stóð ferðin með Magical Mystery Tour um heimaslóðir Ringo, John og Paul, ásamt kvöldinu í Cavern Club með Jóni Ólafs algerlega uppúr í ferðinni og fer í ógleymanlega minningabankann. Ótrúlega skemmtilegar skýringar Dale leiðsögumanns við tengingar úr textum John og Paul við hversdagslegt umhverfi þeirra, s.s. strætóleiðin um Penny Lane og munaðarleysingjahælið Strawberry Fields sem var við bakgarð hjá Mimi móðursystur John. Ég mæli heilshugar með svona vel skipulagðri ferð með Premierferðum fyrir áhugasama um The Beatles.


desember 6, 2022
Hafðu samband
Finnurðu ekki leikinn sem þú leitar að? Við getum sett saman pakkaferðir á leiki flestra liða í Premier League og útvegað miða hjá flestum stærri liðum á Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi.