Við stöndum klár þegar óvissunni léttir

Þetta eru skrýtnir tímar. Enski boltinn er farinn að rúlla aftur og framundan er spennandi leiktíð, þar sem reikna má með mun harðari keppni um titilinn en á þeirri síðustu þar sem Liverpool vann yfirburðasigur.

Þrátt fyrir Covid-19 og allt sem þeirri veiru fylgir hafa Premierferðir aldrei boðið meira úrval ferða en fyrir komandi leiktíð. Við höfum þegar stillt upp um 60 hóp- og pakkaferðum á leiki í vetur og fleiri eiga vonandi eftir að bætast við ef aðstæður leyfa.

Sá hængur er auðvitað á þessu öllu saman að mikil óvissa ríkir um hvenær áhorfendum verður heimilað að fara á leiki og þá einnig hversu mörgum. Við höldum í bjartsýnina og gerum okkur vonir um að ástandið verði allt orðið eðlilegra um eða upp úr áramótum og þegar líður á veturinn verði vellirnir orðnir fullir af fólki á ný.

Óvissan gerir það hins vegar að verkum að framboð miða til okkar á komandi leiktíð verður að líkindum talsvert minna en undanfarin ár. Af þeim sökum viljum við bjóða áhugasömum að skrá sig á lista fyrir fyrir ferð á leik eða leiki sem þeir hafa áhuga á sjá. Skráningunni fylgir að sjálfsögðu engin skuldbinding. Hún tryggir fólki aftur á móti forskot á bókanir, þar sem við sendum tölvupóst strax og opnað verður fyrir sölu ferða á viðkomandi leik.

Sendu okkur póst og skráðu þig á þann leik sem þig langar helst að sjá.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *