Aðeins 6,3% spáðu öðrum liðum en Liverpool eða City efsta sætinu um áramótin

Keppni í ensku úrvalsdeildinni, Premier League, hefst með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage í hádeginu á laugardag.

Premierferðir efndu til getraunaleiks í sumar í tilefni 3ja ára afmælis okkar. Leikurinn gekk út á að spá fyrir um röð 6 efstu liðanna í deildinni um áramótin,

Við þökkum öllum kærlega fyrir að taka þátt en hver þátttakandi fékk að launum 7.500 kr. Boltaferðagjöf frá okkur.

Þegar niðurstöður úr spám þátttakenda eru skoðaðar kemur í ljós að aðeins 6,3% þeirra gerðu ráð fyrir öðrum liðum en Liverpool eða Manchester City í toppsætinu um áramótin.

Aðeins þrjú önnur lið voru tilgreind í efsta sætið um áramót: Manchester United, Chelsea og Arsenal.

Gaman verður að sjá hvort einhver verður með öll 6 sætin rétt þegar þar að kemur.

Vinningurinn er ferð fyrir tvo með Premierferðum á leik í Premier League að eigin vali að verðmæti allt að 300 þús. kr.

Við höfum þegar stillt upp um 60 hóp- og pakkaferðum á leiki í vetur og fleiri eiga vonandi eftir að bætast við ef aðstæður leyfa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *