Ljós við enda ganganna í sjónmáli – Bretar samþykkja bóluefni!

Bretland varð í dag fyrst ríkja til að leggja blessun sína yfir bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fyrir almenna notkun.

Breska lyfjaeftirlitið greindi frá þessu í morgun. Bólusetning viðkvæmustu hópa mun hefjast strax í næstu viku.

Samkvæmt upplýsingum úr breskum fjölmiðlum er reiknað með að svokallaðir framlínustarfsmenn og viðkvæmustu hópar samfélagsins hafi verið bólusettir fyrir lok janúar.

Afnám allra takmarkana, sem lamað hafa beskt samfélag frá 23. mars sl., er boðað 3. febrúar nk.

Þetta eru stórtíðindi fyrir alla knattspyrnuáhugamenn því nú bendir margt til þess að áhorfendum verði á ný leyft að fjölmenna á knattspyrnuleiki frá og með 1. mars – og jafnvel fyrr ef allt gengur að óskum.

Eins og mál standa nú er 2-4.000 manns leyft að sækja knattspyrnuleiki eftir því undir hvaða flokk takmarkana viðkomandi svæði fellur.

Premierferðir hafa undirbúið sig sem best má verða vegna þessara tíðinda og munu auglýsa ferðir á leiki í Premier League strax og allar forsendur eru til slíks.

Kíktu á þær ferðir sem við erum með í pípunum og leyfðu þér að dreyma um ferð á leik með uppáhaldsliðinu á ný!

Nánar hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *