Engum þátttakanda tókst að spá rétt fyrir um hvaða lið yrðu í sex efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á áramótum í afmælisleik Premierferða sem efnt var til sl. sumar.
Eins og Premier League hefur spilast til þessa þarf það kannski ekki að koma neinum á óvart.
Mestu réði að Manchester City var ekki á meðal sex efstu liðanna þegar nýtt ár gekk í garð og þeir sem spáðu Everton og Aston Villa í hópi efstu liða voru teljandi á fingrum annarrar handar.
Vinningurinn í 3ja ára afmælisleik Premierferða, ferð fyrir tvo að verðmæti allt að 300 þús. kr., gekk því ekki út.
Allir þátttakendur geta samt nýtt sér 7.500 kr. inneignarkóða sem þeir fengu að gjöf við skránninguna í leikinn. Inneignin gildir að óbreyttu til 31. ágúst 2021 en verður e.t.v. framlengd ef aðstæður kalla á það.
Premierferðir ítreka þakkir til allra sem tóku þátt í leiknum með óskum um gleðilegt knattspyrnuár 2021!