Sala hóp- og pakkaferða hefst 20. júní hjá okkur

Þótt síðasta leiktíð í Premier League sé rétt nýafstaðin erum við nú þegar á fullri ferð við að undirbúa sölu hóp- og pakkaferða fyrir næstu leiktíð.

Leikjaniðurröðun í Premier League verður tilkynnt þann 16. júní og við reiknum með því að vera með stóran hluta okkar ferða tilbúinn til sölu sunnudaginn 20. júní.

Nú þegar Covid-19 þokunni er loksins að létta finnum við glöggt að það er gríðarlegur áhugi fyrir næstu leiktíð. Við hvetjum því hópa til þess að vera sem fyrst á ferðinni eftir að við opnum fyrir bókanir.

Þeir sem eiga frá okkur Boltaferðagjöf, 7.500 kr. inneign upp í hóp- eða pakkaferð, fyrir þátttöku í getraunaleik okkar á síðasta ári þurfa að nýta inneignina með bókun ekki seinna en 31. ágúst 2021.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *