Skammur tími til að bóka fyrstu ferðir haustins á enska boltann

Vegna breyttra reglna Icelandair um hópfargjöld er bókunarfyrirvari í fyrstu ferðirnar okkar í Premier League í haust mjög stuttur.

1. júlí
er síðasti dagur til að bóka ferðir helgina 10.-13. september. Þá helgi erum við með ferð á leiki Arsenal og Norwich og Chelsea og Aston Villa í London og svo á leik Manchester United og Newcastle United í Manchester.

8. júlí
er síðasti dagur til að bóka sig í ferð á leik Liverpool og Crystal Palace, 17. – 20. september og í ferð á leik West Ham United og Manchester United sem fram fer sömu helgi.

15. júlí
er lokafrestur til að bóka í þrjár ferðir helgina 25.-28. september. Þetta eru ferðir á stórleiki Arsenal og Tottenham og Chelsea og Manchester City og svo einnig á leik Manchester United og Aston Villa.

22. júlí
er svo lokadagur bókana í pakkaferð okkar á risaslag Liverpool og Manchester City 1.-4. október. Í þessa ferð eru aðeins 20 sæti í boði.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *