Yfir 60 ferðir komnar í sölu á leiki í Premier League á komandi leiktíð

Það er Premierferðum sannkallað ánægjuefni að geta að nýju boðið úrval ferða á leiki í vinsælustu knattspyrnudeild heims, Premier League, á komandi leikíð.

Nú þegar eru rúmlega 60 ferðir komnar í sölu hjá okkur á heimaleiki Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester United, Manchester City, Tottenham Hotspur og West Ham United og við bindum vonir við að geta einnig boðið upp á ferðir á leiki Leeds United.

Ef þú ekki finnur ferð á leikinn sem þú hefur áhuga á, sendu okkur þá fyrirspurn og við gerum hvað við getum til að setja saman ferð fyrir þig.

Þú finnur allar ferðirnar okkar hér.

Til þess að flýta fyrir þér í leitinni er gott að nota síuna sem er fyrir ofan Premier League merkið efst t.v. á síðunni. Ef þú ert að leita að leikjum með Evrópumeisturum Chelsea þá smellirðu á „Sía“ og opnar síðan felliglugga undir „Barclays PL“ og smellir á Chelsea.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *