Loksins, loksins Leeds United – stattu klár!

Fjölmargir stuðningsmenn Leeds United á Íslandi hafa haft samband við okkur og spurt af hverju ekki sé boðið upp á ferðir á leiki á Elland Road.

Einfalda svarið hefur verið að við höfum beðið svars um aðgengi að miðum á heimaleiki liðsins.

Fengum þau gleðilegu tíðindi í dag við gætum frá og með 15. júli fengið miða og þar með boðið upp á pakkaferðir á Elland Road í vetur.

Þar sem fjöldi miða sem okkur býðst er mjög takmarkaður munum við aðeins selja þá sem hluta af pakkaferðum nema í þeim tilvikum þar sem við bjóðum ekki upp á ferðir.

Ert þú Leedsari? Skráðu þig þá á póstlistann hjá okkur og við sendum þér póst sólarhring áður en ferðir fara í sölu þannig að þú missir ekki af neinu.

Smelltu hér til að skrá þig.

Settu „Leeds United“ í skilaboðareitinn og þú ert kominn í hópinn!

 

 

9 thoughts on “Loksins, loksins Leeds United – stattu klár!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *