Endurheimtir Liverpool titilinn? Verður þú á staðnum?

Allir sem þekkja til okkar vita að við erum í þessu af lífi og sál og höfum ætíð lagt áherslu á að sýna sanngirni í verðlagningu á ferðum okkar.

„Okkar fólk“ veit þetta og bókar hjá okkur aftur og aftur. Það eru bestu meðmæli sem við getum fengið og fyrir það erum við óendanlega þakklát.

Við erum búin að opna fyrir sölu á tveimur síðustu heimaleikjum Liverpool í Premier League i vor.

Miðaverð á leikina gegn Tottenham og Wolves er mjög hátt. Anfield er orðinn dýrasti völlur Englands enda eftirspurnin eftir miðum erlendis frá orðin ævintýraleg.

Vegna þessa háa verðs erum við með mjög takmarkað framboð miða. Þetta háa miðaverð endurspeglast að sjálfsögðu í verði ferðanna okkar á þessa leiki.

Ef þú vilt bóka en ert hikandi vegna verðsins þá hafðu samband við okkur og við finnum leið til þess að dreifa greiðslum til vors. Hafa samband.

Skoðaðu ferðirnar hér:

Liverpool vs Tottenham, 7. maí 2022

Liverpool vs Wolves, 22. maí 2022

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *