T.A. Sport Travel tekur yfir rekstur Premierferða

Frá og með 1. júní 2024 mun T.A. Sport Travel ehf. taka yfir að öllu leyti rekstur og starfsemi Premierferða en þeir hafa verið samstarfsaðilar okkar frá upphafi.

Á þessum tímamótum munu undirrituð draga sig í hlé frá daglegri umsýslu, en vera nýjum eigendum til aðstoðar og ráðgjafar eins og þörf krefur.

Við viljum við þetta tækifæri þakka þúsundum tryggra viðskiptavina okkar undanfarin 8 ár fyrir ógleymanlega samfylgd.

Um leið viljum við þakka T.A. Sport Travel fyrir gæfuríkt viðskiptasamband.

Undirrituð eru þess fullviss að viðskiptavinir Premierferða verða áfram í góðum höndum hjá starfsmönnum TA Sport Travel.

Með kærri kveðju,
Helga Elín og Siggi Sverris

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *