Leiknum er lokið - Boltaferðagjöfin verður send á þá sem tóku þátt eftir helgi.

Í tilefni 3ja ára afmælis Premierferða efnum við til getraunaleiks, þar sem allir þátttakendur vinna!

Leikurinn gengur út á að spá fyrir um rétta röð 6 efstu liðanna í Premier League í lok þessa árs (Staðan eins og hún verður þann 31. desember 2020 kl. 23.59).

Við skráningu í leikinn fær hver þátttakandi Boltaferðagjöf, sem er 7.500 kr. inneign upp í hóp- eða pakkaferð hjá Premierferðum á leik í Premier League.

Sigurvegarinn í leiknum fær svo í vinning ferð fyrir tvo á leik í Premier League að eigin vali að verðmæti allt að 300 þús. kr.

Nafn sigurvegara í afmælisleiknum verður tilkynnt þann 8. janúar 2021. Verði fleiri en einn með rétt svar í getrauninni verður dregið um sigurvegara.

Boltaferðagjöfina þarf að virkja með pöntun á hóp- eða pakkaferð hjá Premierferðum í síðasta lagi 31. ágúst 2021.

Skilmálar Boltagjafaferðar Premierferða

  1. Allir þátttakendur í afmælisleiknum okkar fá Boltaferðagjöf, sem gildir sem 7.500 kr. afsláttur í hóp- eða pakkaferð hjá Premierferðum.
  2. Boltaferðagjöfin er afslátttarkóði sem þátttakandi færi sendan þegar hann hefur skráð sig og tekið þátt í leiknum okkar.
  3. Boltaferðagjöfin gildir til og með 31. ágúst 2021. Hafi hún ekki verið nýtt til afsláttar í hóp- eða pakkaferð hjá Premierferðum að þeim tíma liðnum fellur hún úr gildi.
  4. Lokafrestur til þátttöku í afmælisleiknum rennur út þann 31. júlí 2020. Afsláttarkóðarnir verða sendir út að þeim tíma loknum.
  5. Boltaferðagjöf Premierferða er bundin við skráðan þátttakanda í afmælisleiknum okkar. Hver einstaklingur getur aðeins tekið þátt í honum einu sinni.
  6. Óheimilt er að framselja Boltaferðagjöfina til þriðja aðila. Brot á þessu ákvæði ógildir ferðapöntun.
  7. Ef tveir eða fleiri eru að bóka saman ferð má að hámarki slá inn jafn marga afsláttarkóða og svarar til fjölda farþega í viðkomandi bókun, tveir farþegar = tveir afsláttarkóðar o.s.frv.