Category Archives: Uncategorized

Skammur tími til að bóka fyrstu ferðir haustins á enska boltann

Vegna breyttra reglna Icelandair um hópfargjöld er bókunarfyrirvari í fyrstu ferðirnar okkar í Premier League í haust mjög stuttur. 1. júlí er síðasti dagur til að bóka ferðir helgina 10.-13. september. Þá helgi erum við með ferð á leiki Arsenal og Norwich og Chelsea og Aston Villa í London og svo á leik Manchester United […]

Yfir 40 ferðir á leiki í enska boltanum komnar í sölu hjá okkur

Það er Premierferðum sannkallað ánægjuefni að geta að nýju boðið úrval ferða á leiki í vinsælustu knattspyrnudeild heims, Premier League. Nú þegar eru meira en 40 ferðir komnar í sölu hjá okkur og þeim á eftir að fjölga meira er líður á sumarið. Ef þú ekki finnur ferð á leikinn sem þú hefur áhuga á, […]

Sala hóp- og pakkaferða hefst 20. júní hjá okkur

Þótt síðasta leiktíð í Premier League sé rétt nýafstaðin erum við nú þegar á fullri ferð við að undirbúa sölu hóp- og pakkaferða fyrir næstu leiktíð. Leikjaniðurröðun í Premier League verður tilkynnt þann 16. júní og við reiknum með því að vera með stóran hluta okkar ferða tilbúinn til sölu sunnudaginn 20. júní. Nú þegar […]

Gefðu gjafabréf á leik í Premier League á næstu leiktíð

Allt stefnir nú í að keppni í Premier League hefjist með eðlilegum hætti á næstu leiktíð og að öllum takmörkunum á fjölda áhorfenda á leikjum verði samhliða aflétt. Margir bíða óþreyjufullir eftir að komast á ný á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Svo eru auðvitað líka þeir sem enn hafa ekki látið drauminn rætast. Þekkir þú […]

Engum tókst að spá rétt fyrir um 6 efstu liðin um áramót

Engum þátttakanda tókst að spá rétt fyrir um hvaða lið yrðu í sex efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á áramótum í afmælisleik Premierferða sem efnt var til sl. sumar. Eins og Premier League hefur spilast til þessa þarf það kannski ekki að koma neinum á óvart.  Mestu réði að Manchester City var ekki á meðal sex efstu liðanna þegar […]

Ljós við enda ganganna í sjónmáli – Bretar samþykkja bóluefni!

Bretland varð í dag fyrst ríkja til að leggja blessun sína yfir bóluefni Pfizer/BioNTech við kórónuveirunni fyrir almenna notkun. Breska lyfjaeftirlitið greindi frá þessu í morgun. Bólusetning viðkvæmustu hópa mun hefjast strax í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum úr breskum fjölmiðlum er reiknað með að svokallaðir framlínustarfsmenn og viðkvæmustu hópar samfélagsins hafi verið bólusettir fyrir lok […]

Allt að 1000 hleypt inn á leiki um helgina í tilraunaskyni

Allt að 1000 áhorfendur fá að sækja átta leiki í The Football League um helgina en undir þann ramma falla lið í Championship, League One og League Two. Þetta er tilraunaverkefni á milli yfirvalda heilbrigðis- og menningarmála í Bretlandi og stjórnar The Football League. Þetta er um leið fyrsta alvöru skrefið í þá átt að […]

Aðeins 6,3% spáðu öðrum liðum en Liverpool eða City efsta sætinu um áramótin

Keppni í ensku úrvalsdeildinni, Premier League, hefst með leik Fulham og Arsenal á Craven Cottage í hádeginu á laugardag. Premierferðir efndu til getraunaleiks í sumar í tilefni 3ja ára afmælis okkar. Leikurinn gekk út á að spá fyrir um röð 6 efstu liðanna í deildinni um áramótin, Við þökkum öllum kærlega fyrir að taka þátt […]