VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ EKKI ER BÚIÐ
AÐ OPNA FYRIR BÓKANIR Í ÞESSA FERÐ!
Þegar Mikel Arteta tók við Arsenal á miðri síðustu leiktíð var fátt sem benti til annars en að liðið hafnaði um miðja deild. Smám saman tókst Arteta að laga leik liðsins og hápunktur tímabilsins var svo sætur sigur á Chelsea í úrslitaleik FA Cup. Það ríkir því raunhæf bjartsýni á Emirates fyrir nýja leiktíð.
Arsenal hefur almennt haft gott tak á Everton í Premier League í mörg ár. Fyrri leikurinn á síðustu leiktíð endaði reyndar með markalausu jafntefli í steindauðum leik á Goodison Park. Í þeim seinni á Emirates vann Arsenal 3:2 eftir að hafa skorað eitt mark á lokamínútu fyrri hálfleiks og annað á upphafsmínútu þess síðari!
Innifalið í verði: Flug til London, út 23. apríl og heim 26. apríl. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi án morgunverðar í 3 nætur á 3* hóteli í miðborg London. Club Level sæti á Emirates með veitingum í hálfleik og frábæru útsýni yfir völlinn.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald og fullgreiðsla ferðar
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun. Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar er aldrei endurgreitt.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.