VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ EKKI ER BÚIÐ
AÐ OPNA FYRIR BÓKANIR Í ÞESSA FERÐ!
Undir stjórn Frank Lampard hafnaði Chelsea í 4. sæti í Premier League á síðustu leiktíð. Ungir og bráðefnilegir leikmenn léku lykilhlutverk framan af leiktíðinni en þegar á leið setti Lampard traust sitt í vaxandi mæli á reyndari leikmenn. Chelsea hefur styrkt sig gríðarlega fyrir þessa leiktíð. Engum dylst að Lundúnaliðið sættir sig ekki við neitt annað en að vera í titilbaráttu.
Andstæðingarnir á Stamford Bridge að þessu sinni eru engir aðrir en Arsenal undir stjórn Mikel Arteta, sem tókst á síðustu leiktíð að rétta af afleitt gengi. Svo vel tókst til að Arsenal vann FA Cup eftir úrslitaleik við Chelsea. Fyrri leikur liðanna í deildinni á síðustu leiktíð fór fram á Emirates og þar vann Chelsea 2:1. Í seinni leiknum á Stamford Bridge varð 2:2 jafntefli.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til London, út 11. maí og heim 13. maí. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi án morgunverðar í 2 nætur á 3* hóteli í miðborg London. Sæti á langhlið vallar á Stamford Bridge með aðgengi að gestastofu fyrir og eftir leik. Veitingar innifaldar.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald og fullgreiðsla ferðar
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun. Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar er aldrei endurgreitt.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.