Chelsea hóf síðustu leiktíð af miklum krafti. Framan af benti fátt til annars en að liðið myndi gera harða atlögu að enska meistaraitilinum eftir að hafa unnið Champions League vorið 2021 undir stjórn Thomas Tuchel.
Miklar vonir voru bundnar við endurkomu Romelu Lukaku en hann náði aldrei að festa sig almennilega í sessi þrátt fyrir að vera dýrasti leikmaður í sögu Chelsea.
Chelsea missti smám saman flugið og hafnaði að endingu í 3. sætinu, 19 stigum á eftir meisturum City. Liðið komst í úrslit League Cup og FA Cup en tapaði báðum viðureignum gegn Liverpool eftir vítaspyrnukeppni.
Innifalið í verði: Flug með easyJet til London, út að morgni 3. mars og heim eftir hádegi þann 6. mars. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á 3* hóteli í miðborg Lundúna og sæti á langhlið vallar á Stamford Bridge með aðgengi að gestastofu fyrir og eftir leik.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.