VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ EKKI ER BÚIÐ
AÐ OPNA FYRIR BÓKANIR Í ÞESSA FERÐ!
Leeds United tókst loks að endurheimta sæti sitt í Premier League sumarið 2020. Eftir fall úr deildinni vorið 2004 reiknuðu flestir með stuttri fjarveru. En raunin varð önnur. Við tók 16 ára eyðimerkurganga, þar sem félagið dvaldi m.a. í þrjú leiktímabil í League One (3. deild). Knattspyrnuunnendur fagna endurkomu þessa fornfræga félags í Premier League.
Að þessu sinni eru það erkifjendurnir í Manchester United, sem sækja Leeds United heim. Þessi lið mættust síðast leiktíðina 2003-2004 þegar Leeds féll úr Premier League. United vann 1:0 í fyrri leiknum á Elland Road. Tíu dögum síðar vann United aftur á Elland Road, en nú 3:2 í deildarbikarnum (League Cup). Í seinni leiknum í deildinni varð 1:1 jafntefli á Old Trafford.
Innifalið í verði: Flug til Manchester, út 23. apríl og heim 26. apríl. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi án morgunverðar í 3 nætur á 3* hóteli í miðborg Leeds. Sæti miðsvæðis á langhlið vallar á Elland Road með aðgengi að Leeds Lounge-gestastofunni, þar sem matur fylgir fyrir leik.
Ekki innifalið: Ferðir til og frá Manchester-flugvelli.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald og fullgreiðsla ferðar
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun. Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar er aldrei endurgreitt.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.