
Liverpool tryggði sér 3. sætið í Premier League á síðustu leiktíð og um leið sæti í Champions League með frábærum endaspretti eftir vægast sagt skrykkjótta leiktíð.
Fádæma ólán með meiðsli lykilmanna elti félagið alla leiktíðina. Fullmannað á ný má ætla að Liverpool veiti Manchester City og öðrum toppliðum harða samkeppni um Englandsmeistaratitilinn á komandi leiktíð.
Að þessu sinni mætir Liverpool Aston Villa frá Birmingham. Flestum er enn í fersku minni fyrri leikur liðanna á síðustu leiktíð, þar sem Aston Villa vann 7:2 í leik þar sem ekki stóð steinn yfir steini hjá meisturum Liverpool. Í seinni leiknum á Anfield vann Liverpool 2:1, þar sem Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið á elleftu stundu.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Manchester, út að morgni 10. desember og heim um hádegið 13. desember. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Liverpool. Premier Club eða Centenary Club sæti á Anfield með aðgangi að sérstakri gestastofu fyrir og eftir leik. Veitingar innifaldar.
Ath! Þetta er ferð án fararstjórnar.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og ákvæði vegna Covid-19
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Farþegar bera alfarið ábyrgð á að kynna sér þær Covid-19 reglur sem gilda um ferðalög til Bretlands og þær sóttvarnarskyldur sem þær reglur kunna að fela í sér.
- Ef aflýsa þarf ferð vegna Covid-19 (t.d. áhorfendur ekki leyfðir, Ísland á rauðum lista breskra stjórnvalda, landmæri lokast) býðst öllum val um fulla endurgreiðslu eða inneignarbréf.
- Um afbókanir á öðrum forsendum, m.a. vegna persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.