Síðasta leiktíð fór ekki beint eins og stuðningsmenn Liverpool höfðu vonað. Lykilmenn siðustu ára hafa einn af öðrum haldið á önnur mið og framundan er leiktíð, þar sem Klopp og sveinar hans þurfa að finna lausn á þeim óstöðugleika sem einkenndi síðustu leiktíð.
Athugið að þetta er 4ra nátta ferð, föstudagur-þriðjudagur,
þar sem ekki er flogið frá Manchester á mánudögum í maí.
Innifalið í verði:
– Flug með Icelandair til Manchester, út að morgni 17. maí og heim um hádegi 21. maí.
– Full farangursheimild fylgir í fluginu (23 kg innrituð taska auk handfarangurs)
– Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 4 nætur á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Liverpool
– Premier Club hospitality (VIP) sæti á Anfield með frábæru útsýni og aðgengi að gestastofu fyrir og eftir leik. Veitingar fylgja
– Akstur til og frá flugvelli
– Fararstjórn
Kynntu þér almennar upplýsingar um hóp- og pakkaferðir okkar.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
- Athugið að herbergi á Novotel í Liverpool eru fremur lítil og rúma ekki meira en 3 með góðu móti. Tvíbreitt rúm er í Double-herbergjum. Uppbúinn svefnsófi er að auki ef um er að ræða Twin eða 3ja manna herb. Þriðji gestur verður að vera barn 15 ára eða yngra.
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.