Eftir að Pep Guardiola tók við stjórnartaumunum hjá Manchester City hefur liðið sett ný viðmið í ensku úrvalsdeildinni. Árangur liðsins hefur verið lyginni líkastur og liðið hefur á síðustu fimm árum unnið enska meistaratitilinn fjórum sinnum.
Liverpool hefur verið það lið sem veitt hefur City mesta keppni á þessum tíma, vann titilinn 2020 en missti af honum með einu stigi vorið 2019 og aftur 2022.
City fékk markahrellinn Erling Braut Håland til liðs við sig fyrir leiktíðina og hóf mótið eins og sönnum meisturum sæmir. Hvort Liverpool verður á hælum City þegar þessi leikur fer fram á eftir að koma í ljós en leikir þessara liða hafa verið ávísun á fótboltaveislu af bestu gerð sl. fimm ár.
Það verður tæpast nein undantekning á því að þessu sinni.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Manchester, út að morgni 31. mars og heim á hádegi 3. apríl. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Manchester og Hospitality-sæti í 93:20 Suite með aðgengi að samnefndri gestastofu fyrir og eftir leik.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.