VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ EKKI ER BÚIÐ
AÐ OPNA FYRIR BÓKANIR Í ÞESSA FERÐ!
Manchester United tryggði sér sæti í Champions League á síðustu leiktíð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Fátt benti til þess áður en Bruno Fernandes kom í janúar sl. en United hafnaði að endingu í 3. sæti Premier League eftir flottan lokakafla.
Að þessu sinni er það Fulham sem kemur í heimsókn á Old Trafford. Fulham kom upp úr Championship-deildinni sl. sumar eftir vetursetu þar. Þegar liðin mættust síðast í Premier League á leiktíðinni 2018-2019 vann United báða leikina af öryggi, 4:1 á Old Trafford og 3:0 á Craven Cottage.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Manchester, út 14. maí og heim 17.maí. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Manchester. Sæti í International Suite í Stretford End með aðgengi að samnefndri gestastofu fyrir og eftir leik.
MJÖG MIKILVÆGT ATRIÐI VIÐ BÓKUN FERÐAR:
Vinsamlega hafið í huga að þessi leikur gæti færst til vegna áreksturs við úrslitaleik FA Cup, sem fara fram sömu helgi. Leikurinn yrði þá væntanlega færður fram til og leikinn í miðri viku. Hópferðin yrði þá stytt um einn sólarhring og verði hennar breytt til samræmis. Með því að bóka þessa ferð er fólk jafnframt að staðfesta þátttöku, hver sem endanlegur leikdagur verður.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald og fullgreiðsla ferðar
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun. Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar er aldrei endurgreitt.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.