Síðasta leiktíð fór ekki beint eins og vonir stóru til á Old Trafford. Eftir góða byrjun seig á ógæfuhliðina og eftir 0:5 skell gegn Liverpool var framtíð Ole Gunnar Solkjær ráðin.
Arftaki hans, Ralf Rangnick, náði ekki að laga stöðuna og United hafnaði að lokum í 6. sæti. Það kemur í hlut nýráðins stjóra, Erik ten Hag, að koma United upp á þann stall sem stuðningsmönnum liðsins finnst það eiga heima.
Talsverðar breytingar eru fyrirsjáanlegar á liðinu og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig til tekst hjá þeim hollenska. Flestir eru því sammála að ten Hag þurfi að koma liðinu á skrið strax, annar sé hætta á að hans bíði sömu örlög og allra stjóra United síðasta áratuginn.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til Manchester, út að morgni 17. febrúar og heim um hádegi 20. febrúar. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á Novotel, sem er 4* hótel í miðborg Manchester og Hospitality-sæti á Old Trafford með aðgengi að gestastofu fyrir og eftir leik.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.