Tottenham var í lausu lofti þegar Nuno Espirito Santo var rekinn frá félaginu eftir nokkra mánuði á síðustu leiktíð. Antonio Conte tók við liðinu og eftir sveifkukennda byrjun kom hann Spurs smám saman á rétta braut.
Fá lið léku skemmtilegri knattspyrnu í ensku úrvalsdeildinni á vormánuðum en Tottenham. Góður lokakafli tryggði liðinu að endingu sæti í Champions League en lengi leit út fyrir að Arsenal tæki 4. sætið.
Conte hefur krafist þess að fá almennilegan stuðning eigenda til þess að styrkja liðið og hefur þegar hafist handa. Margir sparkspekingar telja að Spurs muni blanda sér í toppbaráttuna af alvöru á komandi leiktíð.
Innifalið í verði: Flug með easyJet til London út um hádegið 3. febrúar og heim eftir hádegi þann 6. febrúar. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi með morgunverði í 3 nætur á 3* hóteli í miðborg Lundúna og sæti í efri hluta langhliðar á Tottenham Hotspur Stadium.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun.
- Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er almennt 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 8 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar fæst aðeins endurgreitt ef afbókað er innan 5 sólarhringa frá pöntun, en er annars óendurkræft að öllu leyti.
- Um afbókanir vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæða, gilda almennar reglur og skilmálar.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.