VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ EKKI ER BÚIÐ
AÐ OPNA FYRIR BÓKANIR Í ÞESSA FERÐ!
Tottenham mætti sem endurnært til leiks eftir hið langa hlé sem varð á keppni í Premier League á síðustu leiktíð vegna Covid-19. Frísklegur endasprettur, þar sem liðið tapaði aðeins einum leik af síðustu níu en vann fimm, skilaði Spurs í 6. sæti deildarinnar. Margir voru hissa þegar Jose Mourinho tók við liðinu en ef marka má endasprettinn í fyrra er hann að ná meiru út úr liðinu en forveri hans gerði undir það síðasta. Stóra spurningin er hvort framhald verður á þeirri þróun.
Andstæðingarnir á hinum glæsilega leikvangi Spurs, Tottenham Hotspur Stadium, að þessu sinni eru lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United. Mjög heitt var orðið undir Solskjær þegar United fékk Bruno Fernandes til liðs við sig á miðri síðustu leiktíð. Eins og hendi væri veifað breyttist gengi United til hins betra og liðið tryggði sér á endanum 3. sæti í Premier League. Spurs tapaði 1:2 á Old Trafford á síðustu leiktíð en 1:1 jafntefli varð í seinni leiknum.
Innifalið í verði: Flug með Icelandair til London, út 9. apríl og heim 12. apríl. Full farangursheimild. Gisting í 2ja manna herbergi án morgunverðar í 3 nætur á 3* hóteli í miðborg London. Sæti á langhlið vallar á Tottenham Hotspur Stadium með aðgengi að geststofu fyrir og eftir leik. Veitingar innifaldar.
Hvernig á að bóka?
- Ef þú ert ein/n á ferð þarftu að velja “Einbýli” x1
- Ef tveir eru saman í herbergi (tveir fullorðnir eða fullorðinn og barn) þarf að velja “Tvíbýli” x2
- Ef tveir fullorðnir og barn (15 ára og yngra) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x1
- Ef tveir fullorðnir og tvö börn (15 ára og yngri) deila herbergi þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Barnagjald” x2
- Ef þrír fullorðnir eru að bóka saman þarf fyrst að velja “Tvíbýli” x2 og setja í körfuna og velja síðan “Einbýli” x1
Staðfestingargjald og fullgreiðsla ferðar
- Staðfestingargjald þarf að greiða samhliða pöntun. Staðfestingargjald í ferðir hjá okkur er 40 þús. krónur á hvern farþega en getur í undantekningatilvikum verið hærra.
- Lokauppgjör ferðar þarf að fara fram ekki seinna en 6 vikum fyrir auglýsta brottför. Viðskiptavinir fá senda áminningu frá okkur þegar komið er að lokauppgöri.
- Staðfestingargjald ferðar er aldrei endurgreitt.
Kíktu á umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook-síðu Premierferða.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.