Fótbolti er okkar hjartans mál. Við leggjum höfuðáherslu á að selja hóp- og pakkaferðir ásamt aðgöngumiðum á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Vinsamlegast athugið að framboð aðgöngumiða utan hóp- og pakkaferða er takmarkað.

Skipuleggjum einnig ferðir fyrir stóra sem smáa hópa á leiki í ensku úrvalsdeildinni í samræmi við óskir hvers og eins.

Þessi vefsíða er samvinnuverkefni TA Sport Travel ehf. og Anfieldmiða.

Skoða ferðir Hafa samband

  positive review  Var að koma úr minni áttundu ferð með Premierferðum. Frábær þjónusta og allt 100% mæli hiklaust með þeim.

  thumb Sigurður Magnússon
  5/14/2019

  positive review  Sá Liverpool vs Barcelona, þetta var hreint út sagt meiriháttar ferð og geggjuð upplifun. Þetta var ekki fyrsta ferðin mín með Premierferðum og heldur ekki sú síðasta. Hótelið var gott og vel staðsett og sætin á vellinum góð. Vil ég þakka Premierferðum fyrir vel skipulagða og frábæra ferð.

  thumb Helgi Gudmundsson
  5/11/2019

  positive review  Var á Liverpool vs. Barcelona með félögum mínum. Hvað er hægt að segja?! Algerlega geggjuð ferð og við erum afar þakklátir Premier-ferðum að hafa útvegað okkur miða á leikinn. Ekki síðasta ferð mín með þeim, það er alveg á hreinu!

  thumb Sigurður B. Halldórsson
  5/10/2019

  positive review  Ég og félagi minn skráðum okkur á biðlista um að komast á Liverpool vs. Barcelona með veikri von en Premierferðir redduðu okkur með í ferðina. Og ég mun líklega ekki upplifa annað eins í boltanum 😀 Það var allt innifalið og Siggi Sverris var við hendina ef eitthvað vantaði. Gæti ekki verið þakklátari, TAKK Premierferðir 😀 YNWA!

  thumb Yngvi Jón Rafnsson
  5/10/2019

  positive review  Fórum þrír saman til Liverpool. Allt stóðs sem lofað var. Ógleymanleg ferð.

  thumb Þorsteinn Hjaltason
  5/10/2019

  positive review  Fór í ferð til Liverpool með Premierferðum og það stóðst allt upp á tíu hjá þeim. Mæli með þeim.

  thumb Kristinn Pálsson
  4/27/2019

  positive review  Skemmtileg ferð ný yfirstaðin. Allt skipulag var til fyrirmyndar sem og fararstjórn. Takk fyrir okkur 🙂

  thumb Iris Heidur Johannsdottir
  4/18/2019

  positive review  Frábær upplifun í Liverpool ferð og topp fararstjórn. Mæli eindregið með Premierferðum

  thumb Magnús Magnússon
  4/18/2019

  positive review  Ferðin var frábær í alla staði. Allt stóðst, hótelið mjög gott og á besta stað. Leikdagurinn var sérstaklega skemmtilegur, norski garðurinn og síðan "loungið" og þessi góðu sæti sem við fengum á leiknum (sem var náttúrulega alveg frábær). Ég fræddist líka heilmikið um sögu borgarinnar í ferðinni. Það er mjög áhugavert að sjá hvað þið eruð að byggja upp skemmtilegt fyrirtæki. Þið eruð að gera mjög hluti. Ég mæli með ykkur. Takk fyrir okkur.

  thumb Ásgerður Ingibjörg Magnúsdóttir
  4/18/2019

  positive review  Er ekki vanur að kaupa mér pakka ferðir en hef tvisvar farið á fótboltaleik með Sigga og félögum. Ef þið viljið láta skipuleggja fótboltaferðir mæli ég með þessu frábæra fyrirtæki með persónulega þjónustu og gæði að leiðarljósi. Takk fyrir mig.

  thumb Sindri Ragnarsson
  4/15/2019

  positive review  Fórum fjölskyldan á leik Liverpool - Tottenham . Siggi og Helga skipulögðu ferðina frá a-ö allt eins og blómstrið eina . Mæli hiklaust með þeim . Takk fyrir okkur

  thumb Ólöf Bryndís Hjartar
  4/09/2019

  positive review  Allt stóðst sem sagt var, búið að tékka inn á hótelið fyrirfram ásamt skoðunarferðinni um Anfield. Email sent að kvöldi fyrir ferðir daginn eftir. Topp service

  thumb Ólafur Þorsteinsson Briem
  4/03/2019

  positive review  Við fórum 7 saman á Liv - Tot og það var allt 100%. Frábær sæti og öll umgjörðin í kringum pakkann var frábær.

  thumb Kristinn Darri Arinbjargarson
  4/03/2019

  positive review  Ég og sonur minn fórum á Liverpool-Tottenham . Allt til fyrirmyndar 😀

  thumb Egill Rúnar Sigurðsson
  4/02/2019

  positive review  Algjörlega frábært. Fengum geggjuð sæti á Emirates og mjög góð þjónusta 🙂

  thumb Hugrún Pála Birnisdóttir
  3/14/2019

  positive review  Ég fór ásamt syni mínum í fyrsta skipti á Anfield og sáum Liverpool -Burnley Frábær ferð í alla staði skipulag og fararstjórn framúrskarandi hjá Sigga Sverris og Helgu Ég mæli með Premierferðum 100%

  thumb Rósmundur Örn Sævarsson
  3/13/2019