Allar pakka- og hópferðir okkar eru byggðar á fyrirfram gefnum forsendum hvað varðar lengd ferðar, ferðadaga, flug, hótel, aðgöngumiða, ferðir til og frá flugvelli og fleira sem kann að falla undir ferðalýsinguna.

Kynntu þér vel þær forsendur sem liggja til grundvallar þeirri ferð sem þú kaupir. Kynntu þér einnig almenna ferðaskilmála, forfallatryggingar og greiðslukjör.

Almennir ferðaskilmálar Premierferða eru þeir sömu og hjá TA Sport Travel ehf.

Sjá hér: https://tasport.is/ferdaskilmalar/

Við getum útvegað miða á nánast alla leiki í ensku úrvalsdeildinni og flestum helstu deildum á meginlandinu.

Alla aðgöngumiða þarf að staðgreiða við pöntun.

Allir aðgöngumiðar okkar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Sum félög gefa út rafræna aðgöngumiða. Þeir eru sendir til viðskiptavina í tölvupósti 5-7 dögum fyrir leik. Aðrir aðgöngumiðar eru samkvæmt meginreglu afhentir á hóteli 1-2 dögum fyrir leik.

Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir nema leik sé frestað vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna.

Leikir geta færst til vegna sjónvarpsútsendinga. Hafið það hugfast við skipulagningu ferðalags.

Skipulagðar hópferðir okkar um helgar eru frá föstudegi til mánudags nema í undantekningartilvikum. Þess er þá getið sérstaklega.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við fljúgum almennt með Icelandair í skipulögðum hópferðum, nema annað sé tekið fram.

Full farangursheimild er í flugi nema annað sé tekið fram í lýsingu ferðar.

Öll okkar hótel eru að lágmarki 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt án morgunverðar.

Fararstjóri er í öllum skipulögðum hópferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru innifaldar í skipulögðum hópferðum.

Farseðlar og ferðalýsing eru send út 6-8 dögum fyrir brottför.

Aðgöngumiðar í hópferðum okkar eru almennt rafrænir og oftast sendir út samhliða farseðlum og ferðalýsingu.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður.

Allar hópferðir okkar leiktíðina 2019-20 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júní 2019, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 159,70 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki/lækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.

Pakkaferðir okkar um helgar eru ýmist frá fimmtudegi til sunnudags, frá föstudegi til mánudags eða frá laugardegi til þriðjudags – allt eftir því hvenær viðkomandi leikur er innan helgarinnar.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við notum hagstæðasta flugkost hverju sinni.

Aðeins handfarangur er innifalinn í auglýstu verði pakkaferða. Hægt er að kaupa viðbótarfarangursheimild.

Hótelin okkar eru almennt 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt án morgunverðar.

Enginn fararstjóri er í pakkaferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar í pakkaferðum.

Farseðlar og aðrar viðeigandi upplýsingar eru sendar út 6-8 dögum fyrir brottför.

Rafrænir aðgöngumiðar eru oftast sendir út samhliða farseðlum og öðrum upplýsingum. Aðrir aðgöngumiðar eru undantekningalítið afhentir á hóteli daginn fyrir leik eða að morgni leikdags.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður, mismunandi mikill eftir borgum.

Allar pakkaferðir okkar leiktíðina 2019-2020 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júní 2019, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 159,70 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki/lækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.

Leikdagar í ensku úrvalsdeildinni geta breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða árekstra við leiki í annarri keppni, t.d. FA Cup. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessum tilfærslum þegar ferðalag er skipulagt.

Leikdagar fyrir ágúst og september eru almennt staðfestir snemma í júlí.

Leikdagar fyrir október og nóvember eru almennt staðfestir snemma í ágúst.

Leikdagar eftir það eru almennt staðfestir um 5 vikum fyrir upphaf almanaksmánaðar. Þannig má vænta staðfestra leikdaga fyrir desember í kringum 25. október og svo koll af kolli.

 

Við bjóðum upp á raðgreiðslusamninga til allt að 24 mánaða en slíkri greiðsludreifingu fylgir lántökukostnaður, mánaðarvextir skv. ákvörðun Borgunar hf. og útskriftargjald greiðsluseðla. Vinsamlegast hafið samband við Borgun hf. til að fá frekari upplýsingar um vaxtakjör og aðra skilmála slíkra samninga.

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika að hafa samband við okkur.