Allar pakka- og hópferðir okkar eru byggðar á fyrirfram gefnum forsendum hvað varðar lengd ferðar, ferðadaga, flug, hótel, aðgöngumiða, ferðir til og frá flugvelli og fleira sem kann að falla undir ferðalýsinguna.

Kynntu þér vel þær forsendur sem liggja til grundvallar þeirri ferð sem þú kaupir. Kynntu þér einnig almenna ferðaskilmála, forfallatryggingar og greiðslukjör.

Premierferðir hafa frá árinu 2017 verið reknar í samstarfi við ferðaskrifstofuna TA Sport Travel ehf., Síðumúla 29, 108 Reykjavík. TA Sport Travel ehf. er leyfishafi Ferðamálastofu.

Almennir skilmálar vegna farmiðakaupa, flugs og alferða

Upplýsingar og pöntun

Í öllum auglýsingum ferðaskrifstofunnar reynum við ávallt að tilgreina verð og allar upplýsingar sem snerta ferðina á greinargóðan og nákvæman hátt. Pöntun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega/hópa og ferðaskrifstofuna, en þó því aðeins að ferðaskrifstofan hafi staðfest pöntunina skriflega til baka og farþegi/hópur hafi greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi/hópur hefur sett fram sérstakar kröfur um aukaþjónustu skal það koma fram í sérsamningi aðila. Sé um að ræða pantanir fyrir hópa skal framlagður nafnalisti teljast skuldbindandi af hálfu farþega, en þó skal ferðaskrifstofan leyfa einstakar breytingar á nöfnum þeirra sem ferðast hafi slíkar breytingar borist að lágmarki 6 vikum fyrir brottför og hafa ekki nein áhrif á heildarfjölda farþega viðkomandi hóps. Ef skilmálar samstarfsaðila ganga lengra en okkar þá gilda þeir.

Greiðslur

Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt auglýstum skilmálum ferðaskrifstofunnar og skulu ferðaskjöl afhent eigi síðar en 15 dögum fyrir brottför eða um leið og fullnaðargreiðsla ferðar hefur farið fram.

Þegar um er að ræða ferðir á leiki í ensku úrvalsdeildinni, Premier League, eru ferðagögn yfirleitt send út 2 vikum fyrir leikdag. Aðgöngumiðar berast í vikunni fyrir leik. Stafrænum aðgöngumiðum á Anfield þarf að hlaða niður í Wallet (Apple/Google) í farsíma. Aðgöngumiðar á aðra velli eru oftast PDF skjöl sem fólk prentar út heima.

Þá fá farþegar/hópar ávallt bráðabirgðakvittun við greiðslu staðfestingargjalds eða innborgunar þar sem fram koma allar helstu upplýsingar sem lúta að þeirri ferð sem farþegi/hópur er að kaupa. Fullnaðargreiðslu skal vera lokið eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför en í einstaka tilfellum áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til þess að krefjast fullnaðarfrágangs með lengri tíma í brottför ferðar. Sé fullnaðargreiðslu ekki lokið innan þess marka sem um er getið fellur niður ábyrgð ferðaskrifstofu gagnvart farþega/hóp vegna viðkomandi ferða án endurgreiðslu á greiðslum sem farþegi/hópur hefur greitt. Ferðaskrifstofunni krefst ávallt innáborgunar staðfestingargjalds þegar pöntun er gerð og er sú upphæð breytileg eftir heildarverði og áfangastöðum. Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist ekki þó farþegi afturkalli pöntun, óháð ástæðu eða ef ferðaskrifstofan riftir samningi vegna vanefnda farþega.

Greiðslufrágangur

Þegar bókun (pöntun) er gerð í gegnum vefsvæði ferðaskrifstofunnar er hægt að greiða ferðakostnað að hluta eða öllu leyti með greiðslukorti eða millifærslu. Sama gildir um staðfestingargjaldið ef einungis það er greitt í upphafi. Staðfestingargjald er ávallt minnst 25 % af heildarferðakostnaði ferðar en getur verið breytilegt milli einstakra seldra ferða.

Farþegar eiga í sumum tilfellum kost á því að greiða heildarferðakostnað sinn með öðrum hætti ss. Vaxtalausu láni og Raðgreiðslusamningum. Vinsamlegast hafið samband við ferðaskrifstofuna til að fá frekari upplýsingar um þetta.

Verð og verðbreytingar

Uppgefin verð ferðaskrifstofunnar miða við þá dagsetningu þegar pöntun er gerð eða þegar ferð er auglýst og kann að hækka/lækka ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþáttum:

  • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði
  • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu s.s. lendingargjöldum eða gjöld fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum
  • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Öll uppgefin verð eru miðuð við skráð gengi erlendra gjaldmiðla miðað við íslenskrar krónu þegar pöntun er gerð

Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 14 dagana áður en ferð hefst.

Sérstakt þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar s.s. breyting á ferðaplönum sem varðar flug eða hotel og nafnabreytingum.

Afturköllun eða breytingar á pöntun

Heimilt er að afturkalla pöntun ef það er gert minnst 6 vikum fyrir brottför, fær þá viðskiptavinur endurgreitt að frádregnu staðfestingargjaldi.

Sé pöntun afturkölluð 6 vikum eða skemur fyrir upphaf ferðar er allt fargjaldið óafturkræft.

Ef farþegi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.

Farþega er ávallt heimilt að afturkalla farpöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hliðstæðra tilvika sem hafa afgerandi áhrif á framkvæmd ferðar þegar a.m.k. 14 dagar eða færri eru til brottfarar.

Í slíkum tilvikum ber ferðaskrifstofu að endurgreiða allt fargjaldið að frádregnu staðfestingargjaldinu.

Þetta gildir þó ekki ef farþegi hefði mátt sjá fyrir um ofangreinda atburði og ástand er samningur var gerður.

Heimilt er að breyta dagsetningu ferðar ef breytingin er gerð með meira en 6 vikum fyrir brottför gegn breytingar gjaldi.

Sé það gert eftir þann tíma skoðast það sem afpöntun og ný pöntun og áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til greiðslu samkvæmt því, sbr. afpöntunarskilmála hér að ofan.

Breyting á áfangastað skoðast alltaf sem afpöntun og ný pöntun.

Framsal bókunar

Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum. Skal farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart ferðaskrifstofunni og því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali. Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi ferðaskrifstofunnar að breyta þeim. Ferðaskrifstofan tekur ekki ábyrgð á sölu ferða frá einum farþega til annars

Aflýsing og breytingar á ferðaáætlun

Ferðaskrifstofan ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt þar um tafarlaust. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning er tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör. Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg að mati hennar.  Sé ferð aflýst, eða farþegi riftir samningi þegar um verulega breytingu er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá að fullu endurgreiðslu eða taka í staðin aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri ef ferðaskrifstofan ákveður að bjóða slíkt. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farþegi verðmismuninn endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn. Tímasetningar sem lúta að flugi, skoðunarferðum og öðru sem gefnar eru upp við pöntun eru áætlaðar og geta breyst

Skyldur farþega

Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólki þeirra aðila er ferðaskrifstofan skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna sem og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum oþh.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni eða aðgerðum. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og staðfestir ekki heimferð sína með innan við 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann af þeim sökum verður af pöntuðu flugi. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofunni heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofunni

Takmörkun ábyrgðar, skaðabætur og trygging

Farþegar eru hvattir til að kynna sér ferða-, slysa/sjúkra- og farangurstryggingu sérstaklega fyrir ferð eða tryggja að slík trygging sé til staðar áður en ferð hefst. Sjúkratryggingar Íslands http://www.sjukra.is

Öllum farþegum sem kaupa alferð stendur til boða að kaupa forfallatryggingu en þó sér ferðaskrifstofan sjálf ekki um slíkt. Eru farþegar hvattir til þess að leita með slíkt til eigin tryggingafélaga sem og að gæta að því hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukortum séu þau notuð við frágang greiðslu.

Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að takmarka greiddar skaðabætur í samræmi við þær takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Ferðaskrifstofan gerir ávallt ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms eða veikinda. Ef farþegi veikist í hópferð ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þó hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum, sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt

Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast til fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofunni skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan viku frá því viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti eru bótakröfur ekki teknar til greina og farþegi með aðgerðarleysi sínu samþykkt að fella niður allar slíkar kröfur á hendur ferðaskrifstofunni. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi eða vegna aðgerða (aðgerðaleysis) ferðaskrifstofunnar á hann rétt á skaðabótum, nema því aðeins að slíkt verði rakið til farþega sjálfs eða þriðja aðila sem ekki tengist ferðaskrifstofunni svo og ef ófyrirsjáanlegar eða óviðráðanlegar aðstæður eða atburðar valda því sem ferðaskrifstofan gat með engu móti séð fyrir eða komið í veg fyrir. Ef  ferð fullnægir ekki ákvæðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir ferðaskrifstofuna. Ef ekki er hægt að bæta úr því sem á vantar eða einungis með lakari þjónustu á farþegi rétt á verðlækkun á ferðinni sem jafngildir mismuninum á þeirri þjónustu sem veitt var og þeirri sem veitt er.

Að öðru leyti er vísað til gildandi reglugerða bæði innanlands sem erlendis hvað varðar réttindi farþega í alferðum.

Sérákvæði

Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar, afgreiðslutafar á flugvelli, vegna seinkunnar komu vélar úr öðru flugi eða vegna bilana. Flugfélög hafa og rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun og ber enga skyldu til endurgreiðslu eða fjárhagslegra bóta til handa farþegum. Í þessu sambandi má sjá tilkynningu frá Samgöngustofu

Samkvæmt almennum starfsreglum erlendis hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að okkar hótel og íbúðahótel hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru í viðkomandi stað þrátt fyrir fyrirliggjandi staðfestingu til ferðaskrifstofunnar. Viðkomandi hótel og íbúðahótel eru þá skyldug til að útvega farþegum okkar sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á áðurnefndum yfirbókunum, en að sjálfsögðu aðstoðar starfsfólk ferðaskrifstofunnar erlendis farþega eftir föngum hverju sinni

Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða á meðan ferð farþega stendur, hvort sem slíkt hendir í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartækjum sem notuð eru og útveguð af ferðaskrifstofunni. Að sama skapi ber ferðaskrifstofan ekki neina ábyrgð tapist farangur, hann afgreiddur í ranga flugvél, berst síðar eða skemmist í meðferðum. Er farþegum bent að halda vel til haga öllum gögnum um sinn farangur s.s. töskumiðum og í framhaldinu hafa samband við starfsmenn flugvallayfirvalda til að útbúa tjónaskýrslu, óska eftir aðstoð og veita upplýsingar um verðmæti og eða skemmdir. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum farseðil og töskumiða., en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins. Ferðaskrifstofan mun aðstoða farþega sína eins og kostur er hverju sinni, en getur þó ekki ábyrgst að viðkomandi flugyfirvöld, flugfélög og eða annar aðili sem að þessu kemur muni bæta farþega það tjón sem orðið hefur

Vanti frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við okkur símleiðis eða senda okkur rafræna fyrirspurn á netfangið info@tasport.is

Við óskum þér og öðrum sem með þér ferðast góðrar ferðar.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Flutningur og sending gagna eða annarra upplýsinga rafrænt á Internetinu er aldrei fullkomlega örruggt. Það er því mögulegt að þriðji aðili sem er ekki á vegum ferðaskrifstofunnar geti komist yfir umrædd gögn með ólögmætum hætti. Þrátt fyrir að ferðaskrifstofan geri sitt besta til að fyrirbyggja slíkt skal notenda bent á að allar slíkar sendingar eru á eigin ábyrgð.

Undir engum kringumstæðum þmt. en ekki bundið við vanrækslu eingöngu, samþykkir notandi þjónustuvefs okkar að falla frá öllum hugsanlegum kröfum á hendur ferðaskrifstofunnar vegna skaða sem kann að hljótast af þeim gögnum sem þriðji aðili hefur komist yfir. Meðlimir vefverslunarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum. TA Sport Travel ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum og fyrirvörum hvenær sem er.

Bókunaraðili/farþegi staðfestir með notkun þjónustuvefs okkar að hafa lesið, skilið og samþykkir skilmála þessa.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við getum almennt útvegað miða á flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni og flestum helstu deildum á meginlandinu. Verð aðgöngumiða getur tekið miklum breytingum frá einum mánuði til annars og hækkar almennt eftir því sem nær dregur leikdegi.

Alla aðgöngumiða þarf að staðgreiða við pöntun.

Allir aðgöngumiðar okkar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Aðgöngumiðar eru sendir út til viðskiptavina skv. nánari uppl. frá okkur.

Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir nema leikur falli alfarið niður eða verði leikinn án áhorfenda. Sé leik frestað gilda greiddir miðar á nýjum leikdegi.

Leikir geta færst til vegna sjónvarpsútsendinga. Hafið það hugfast við skipulagningu ferðalags.

Skipulagðar hópferðir okkar um helgar eru frá föstudegi til mánudags nema í undantekningartilvikum. Þess er þá getið sérstaklega.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við fljúgum ýmist með Play eða Icelandair í skipulögðum hópferðum, nema annað sé tekið fram.

Full farangursheimild er í flugi nema annað sé tekið fram í lýsingu ferðar.

Öll okkar hótel eru að lágmarki 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt með morgunverði.

Fararstjóri er í öllum skipulögðum hópferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru innifaldar í skipulögðum hópferðum.

Farseðlar og ferðalýsing eru send út 2-3 vikum fyrir brottför.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður.

Allar pakkaferðir okkar leiktíðina 2023-2024 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júní 2023, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 170 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki/lækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.

Pakkaferðir okkar um helgar eru ýmist frá fimmtudegi til sunnudags, frá föstudegi til mánudags eða frá laugardegi til þriðjudags – allt eftir því hvenær viðkomandi leikur er innan helgarinnar.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við notum hagstæðasta flugkost hverju sinni.

Full farangursheinild (innrituð taska, 20/23 kg) er innifalin í auglýstu verði pakkaferða. Hægt er að kaupa viðbótarfarangursheimild.

Hótelin okkar eru almennt 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt með morgunverði.

Enginn fararstjóri er í pakkaferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar í pakkaferðum.

Farseðlar og aðrar viðeigandi upplýsingar eru sendar út 2-3 vikum fyrir brottför.

Aðgöngumiðar eru sendir út til viðskiptavina skv. nánari uppl. frá okkur.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður, mismunandi mikill eftir borgum.

Allar pakkaferðir okkar leiktíðina 2023-2024 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júní 2023, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 170 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki/lækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.

Leikdagar í ensku úrvalsdeildinni geta breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða árekstra við leiki í annarri keppni, t.d. FA Cup.

Leikdagar fyrir ágúst og september eru almennt staðfestir snemma í júlí.

Leikdagar fyrir október og nóvember eru almennt staðfestir snemma í ágúst.

Leikdagar eftir það eru almennt staðfestir um 5 vikum fyrir upphaf almanaksmánaðar. Þannig má vænta staðfestra leikdaga fyrir desember í kringum 25. október og svo koll af kolli.

Almennt miðast greiðslukjör okkar við staðfestingargjald við pöntun og svo fullgreiðslu ferðar að lágmarki 8 vikum fyrir brottför. Ef pöntun er gerð a.m.k. 6 mánuðum fyrir brottför getum við boðið upp á að skipta greiðslum niður á 3-4 mánuði án aukakostnaðar. Forsendur fyrir slíkri greiðsludreifingu eru metnar í hverju tilviki fyrir sig.

Ef þú finnur ekki þær upplýsingar sem þú leitar að eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika að hafa samband við okkur.