Um aðgöngumiða

Við getum útvegað miða á nánast alla leiki í ensku úrvalsdeildinni og flestum helstu deildum á meginlandinu.

Alla aðgöngumiða þarf að staðgreiða við pöntun.

Allir aðgöngumiðar okkar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Sum félög gefa út rafræna aðgöngumiða. Þeir eru sendir til viðskiptavina í tölvupósti 5-7 dögum fyrir leik. Aðrir aðgöngumiðar eru samkvæmt meginreglu afhentir á hóteli 1-2 dögum fyrir leik.

Aðgöngumiðar eru ekki endurgreiddir nema leik sé frestað vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna.

Leikir geta færst til vegna sjónvarpsútsendinga. Hafið það hugfast við skipulagningu ferðalags.