Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á sértæka greiðsluþjónustu sem felst annars vegar í vaxtalausu láni og hins vegar Raðgreiðslusamningum.

Vaxtalaus lán eru með allt að 6 jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Fyrsti gjalddagi er ávallt 1-3 mánuðum eftir frágang (háð frágangsdegi og yfirstandandi greiðslukortatímabili). Ferðaskrifstofan getur lánað mismunandi mikið af ferðakostnaði og eru farþegar hvattir til að athuga símleiðis í síma 588 8904 með fjárhæðir. Vaxtalausu láni fylgir lántökukostnaður sem og útskriftargjald á greiðsluseðlum sem Borgun hf., innheimtir fyrir sína þjónustu.

Við bjóðum einnig upp á Raðgreiðslusamninga til allt að 24 mánaða en slíkri greiðsludreifingu fylgir lántökukostnaður, mánaðarvextir skv. ákvörðun Borgunar hf. og útskriftargjald greiðsluseðla. Vinsamlegast hafið samband við Borgun hf. til að fá frekari upplýsingar um vaxtakjör og annað.

Ferðaskrifstofan hvetur þá farþega sem vilja dreifa ferðakostnaði til að nýta sér vaxtalausu lánakjörin, þar sem slíkt telst staðgreiðsla ferðar. Þar með eru þeir tryggðir fyrir hugsanlegum breytingum á ferðakostnaði eins og fjallað er um í almennum ferðaskilmálum.