Skipulagðar hópferðir okkar um helgar frá föstudegi til mánudags nema í undantekningartilvikum. Þess er þá getið sérstaklega.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við fljúgum almennt með Icelandair í skipulögðum hópferðum, nema annað sé tekið fram.

Full farangursheimild er í flugi nema annað sé tekið fram í lýsingu ferðar.

Öll okkar hótel eru að lágmarki 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt án morgunverðar.

Fararstjóri er í öllum skipulögðum hópferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru innifaldar í skipulögðum hópferðum.

Farseðlar og ferðalýsing eru send út 6-8 dögum fyrir brottför.

Aðgöngumiðar í hópferðum okkar eru almennt rafrænir og oftast sendir út samhliða farseðlum og ferðalýsingu.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður.

Allar hópferðir okkar leiktíðina 2019-20 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júní 2019, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 159,70 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki/lækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.