Pakkaferðir okkar um helgar eru ýmist frá fimmtudegi til sunnudags, frá föstudegi til mánudags eða frá laugardegi til þriðjudags – allt eftir því hvenær viðkomandi leikur er innan helgarinnar.

Allir aðgöngumiðar eru frá viðurkenndum þjónustuaðilum viðkomandi félags.

Við notum hagstæðasta flugkost hverju sinni.

Aðeins handfarangur er innifalinn í auglýstu verði pakkaferða. Hægt er að kaupa viðbótarfarangursheimild.

Hótelin okkar eru almennt 3ja stjörnu og miðsvæðis í viðkomandi borg nema í algjörum undantekningatilvikum.

Við notum aðeins viðurkenndar hótelkeðjur.

Gisting er almennt án morgunverðar.

Enginn fararstjóri er í pakkaferðum.

Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar í pakkaferðum.

Farseðlar og aðrar viðeigandi upplýsingar eru sendar út 6-8 dögum fyrir brottför.

Aðgöngumiðar eru undantekningalítið afhentir á hóteli daginn fyrir leik eða að morgni leikdags. Rafrænir aðgöngumiðar eru oftast sendir út samhliða farseðlum og öðrum upplýsingum.

Auglýst verð er staðgreiðsluverð og miðast við gistingu í 2ja manna herbergi.

Gistingu í eins manns herbergi fylgir aukakostnaður, mismunandi mikill eftir borgum.

Allar pakkaferðir okkar leiktíðina 2018-2019 miðast við forsendur eins og þær voru þann 1. júlí 2018, þar með talið gengi íslensku krónunnar (Sterlingspund = 140,70 ISK). Breytist forsendur þannig að grunnkostnaður ferðar hækki um 7,5% eða meira frá þeim tíma áskiljum við okkur rétt til að leiðrétta verð hennar til samræmis áður en kemur að lokauppgjöri.