Leikdagar í ensku úrvalsdeildinni geta breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða árekstra við leiki í annarri keppni, t.d. FA Cup. Mikilvægt er að gera ráð fyrir þessum tilfærslum þegar ferðalag er skipulagt.

Leikdagar fyrir ágúst og september eru almennt staðfestir snemma í júlí.

Leikdagar fyrir október og nóvember eru almennt staðfestir snemma í ágúst.

Leikdagar eftir það eru almennt staðfestir um 5 vikum fyrir upphaf almanaksmánaðar. Þannig má vænta staðfestra leikdaga fyrir desember í kringum 25. október og svo koll af kolli.